mánudagur, maí 08, 2006

Stutt kveðjuför... en kem fljótt aftur

Þá er ég kominn aftur til Kalíforníu eftir stutta heimsókn til Íslands til þess að kveðja afa minn. Lenti að morgni fimmtudags í Keflavík og flaug síðan þaðan aftur um miðjan sunnudag -- búinn að eyða samtals tæpum 30 klukkustundum á ferðalagi fram og til baka. Þetta var meira en þess virði og nauðsynlegt að vera með fjölskyldu sinni á svona stundum. Mikið var gaman að hitta alla og sérstaklega þau sem búa í Noregi þótt að aðstæður hefðu getað verið ákjósanlegri. Við Gerður höfum ákveðið að heimsækja þau og æskuslóðir afa Gerðar í Harðangursfirði innan fimm ára svo ef einhver ykkar Noregsbúa les þetta skuluð þið endilega minna okkur á þetta loforð!

Annars er stutt í að við komum aftur til Íslands eða rúmar þrjár vikur. Óskum eftir boðum í ísbíltúra og sundferðir.

-HH

4 Athugasemdir:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Samúðarkveðjur. Gott að þú komst heim - það getur verið erfitt með svona stuttum fyrirvara.

Ég lenti reyndar í þessu tvisvar á meðan ég bjó í Pasadena, og hringdi í Flugleiði til að bóka ferð heim. Þeir voru þá alltaf voða indælir og útveguðu mér ágæt fargjöld, þó bókunarfyrirvarinn væri stuttur. Þeir eru kannski ekki alslæmir alltaf ;)

12:33 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Sæl Árdís og takk fyrir kveðjurnar! Flugleiðir reyndust mér einnig vel í þetta skipti og útveguðu mér flug á viðráðanlegu verði.

-Hannes

2:01 e.h.  
Blogger Sverrir Þór sagði...

Samúðarkveðjur úr Kópavoginum.
Hvenær er planið að koma til landsins? Við skötuhjúin verðum í Þýskalandi frá og með næstu viku og komum heim aftur 2.júní. Væri gaman að stefna jafnvel á hitting.
Kveðja, Sverrir

4:05 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Blessaður Sverrir!

Við verðum á landinu frá 1. júní til 17. júní svo við verðum báðir á landinu á sama tíma.

8:53 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Veffang