mánudagur, maí 01, 2006

Sex trommarar, sól og steikjandi hiti

Helgin var sólrík og góð. Hófst á 8 tíma prófi hjá mér sem byrjaði kl.2 aðfaranótt laugardags og lauk kl. 10 á laugardagsmorgninum. Hefði þurft meiri tíma enda áttaði ég mig á því að heili minn er mun seinni til á nóttunni heldur en á daginn.
Laugardeginum eyddi ég síðan svefndrukkin í steikjandi hita og sól sem endaði síðan í dýrindis máltíð hjá vinum okkar sem buðu okkur í mat. Sunnudagurin var sá sami, sól og steikjandi hiti, hjólatúr, ísferð og matarboð hjá vinum. Nema án svefnleysis.

Það er gott að finna að sumarið er hafið hér í Kaliforníu. Ég er sólarstelpa.

En nóg um það. Hér er mynd sem allir ættu að sjá. Hún er sænsk, 15 mínútna löng og mjög kúl. Fyrir alla sem hafa áhuga á hárblásurum, saltstaukum og tónlist ættu að setjast niður og njóta. Farið inn á meðfylgjandi link og smellið síðan á linkinn watch film.

Tónlist fyrir eina íbúð og sex trommara

-Gerður

2 Athugasemdir:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Jätteroligt! Horfdi a thetta i morgun med strakunum og vid erum ad skipuleggja ad umrada bokasafninum og fara nota eitthvad af thessum eldhusahöldum sem eru alltaf bara upp i skap :-)

kv fra sverige

palmi

1:35 f.h.  
Blogger Kristján Orri Sigurleifsson sagði...

Þetta var hressandi, sérstaklega seinasta atriðið (í stofunni).

1:45 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Veffang