laugardagur, maí 06, 2006

Hvítir mávar...dada...

Þar sem ég bý syngja framandi fuglar fallega söngva á hverju kvöldi. Það er eins og borgarstjóri Pasadena sé að blasta einhverri nýaldartónlist en það er samt ekki raunin. Á hverju kvöldi er mér boðið á gylltar strendur og á hverjum morgni er ég vakin upp við bílanið og öskrandi þjófavarnarkerfi bílanna í grend. Helgin verður strembin og vinnusöm eins og vikan sem er að líða. Hannes er á Íslandi vegna skyndilegs fráfalls afa síns og nafna, Hannesar Helgasonar, en hann mun snúa til baka í páfagaukshljóminn annaðkvöld.
Á mánudaginn líkur önninni hjá mér sem þýðir að næstu vikum verður eytt í sundlauginni á milli þess sem ég stekk í vinnuna. Ég hlakka til.

-Gerður

1 Athugasemdir:

Blogger Kristján Orri Sigurleifsson sagði...

samúðarkveðjur

3:05 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Veffang