fimmtudagur, maí 11, 2006

Heimildamynd um Frank O. Gehry

Það mætti halda að ég væri á prósentum hjá herra Gehry því þetta er líklegast í þriðja skiptið sem ég skrifa eitthvað um hann. Rétt í þessu var ég að komast að því að Sidney Pollack er búinn að gera heimildamynd um þennan stórskemmtilega arkitekt. Reyndar er myndin frá síðasta ári svo þetta eru ef til vill ekki nýjar fréttir fyrir aðra en mig. Vona svo sannarlega að við skötuhjúin fáum tækifæri til þess að sjá myndina hér í borg glyssins. Geri ráð fyrir að Laemmle's Playhouse 7, artí-bíóhús í göngufjarlægð, bregðist okkur ekki frekar en fyrri daginn.

-HH

PS fyrir Gerði, Vigni bróður og aðra áhugasama: Trailer fyrir Sketches of Frank Gehry

0 Athugasemdir:

Skrifa ummæli

<< Veffang