mánudagur, maí 22, 2006

FFKÉKFFF

Það sem hefur drifið á daga okkar síðan síðast

-fórum í þrjú afmæli
-fékk bréf frá skattinum í USA og þarf að borga $21 í skatt
-keyptum Nissan Sentra,2002 árgerð, gull/silfraðan fjölskyldubíl
-ég sólbrann á öxlum og hnjám
-kláruðum íslenska nammið okkar
-fékk lánað selló fyrir sumarið hjá japanska vini okkar Kenji. Ágætt að hafa eitthvað annað fyrir stafni en að vinna, prjóna við sundlaugarbakkann og fara á ströndina
-fengum lánað hús í sumar í Westwood, risastórt með góðum garði fyrir grill (tilvísun í komment Hannesar: Já og með konu sem þrífur, manni sem tekur til í garðinum og öryggisvörðum sem vakta húsið á nokkra tíma fresti-m.ö.o. frekar flott)
-fórum á Madonnutónleika. Vá, flottasta sýning sem ég hef séð og Hannes var dolfallinn. Hvet alla sem hafa tök á að sjá túrinn að skella sér. Hannesi langaði strax að fara aftur en ég held aðallega að því að hann varð svo skotin í Madonnu.

-Gerður

6 Athugasemdir:

Blogger Vala sagði...

Til hamingju með bílinn! (og allt hitt líka :) þetta verður mikill munur fyrir ykkur..

5:39 e.h.  
Blogger Hanley Gubrick sagði...

Þetta með húsið í Westwood, einu af fínni og skemmtilegri hverfum Los Angeles, er nokkuð magnað. Þurfum hvorki að hugsa um garðinn né þrífa því húsinu fylgir garðyrkjumaður og kona sem kemur vikulega til þess að taka til. Og ef við skjótumst út úr bænum getum við hringt í öryggisþjónustu sem passar húsið á meðan. Síðan tekur aðeins 10 mínútur að keyra til Santa Monica til þess að skella sér á ströndina. Ef einhvern langar til þess að heimsækja okkur þá gerist það varla betra en þetta.

-HH

8:44 e.h.  
Blogger Kristján Orri Sigurleifsson sagði...

hljómar vel! :)

11:06 f.h.  
Blogger vignir freyr sagði...

segi það sama: hljómar vel! mig langar í heimsókn! :) ég er með rosa plan í bígerð sem ég verð að tala við ykkur um í síma..

en vá hvað mig hlakkar til að sjá Madonnu! Amsterdam baby! ennþá soldið langt í það, en sumarið er nú svo fljótt að líða ;)

4:20 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

kemur á óvart, alltaf nóg að gera hjá ykkur ;o) til lukku með allt.

sendið okkur nú smá sól, plííís

Knús
Bryndís Björg

3:37 e.h.  
Blogger BJ sagði...

Góðan daginn.
Hví er verið að fá lánað hús þetta sumarið ??

Annars bara, hvenær á ég að kíkja í heimsókn.. Milan --> California

4:19 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Veffang