miðvikudagur, maí 03, 2006

Í boði Lancome

Hvað gerir maður þegar maður er stressaður vegna tímaskorts á verkefni sem á að skilast á mánudaginn? Jú, maður fer í Macys og lætur förðunarfræðinga nudda á sér hendurnar með dýrindiskremum á meðan bandarískir yfirförðunarfræðingar Lancome þvo á manni húðina og farða síðan eftir nýjustu sumarlínu. Jú það var gaman í dag í Macys og er ég ekki frá því að það mun vera auðveldara að vinna verkefnið í kvöld. Hvar væri maður án nýju sumarlínunar? Fyrir þessa dýrindis þjónustu var maður samningsbundinn Lancome og þurfti að kaupa hjá þeim þrjár vörur. Ónei, þá var illt í efni. Keypti góð krem og maskara, hefði auðveldlega getað sleppt mér og keypt nýju línuna og eytt 20.000 kalli en sleppti því í þetta sinn því jú maður fer víst vel með peningana sem maður á ekki. Sem betur fer var afgreiðslukonan rússnesk og þekkti erfiða tíma, með sakleysislegu brosi mínu endaði hún með því að gefa mér 12 Lancome augnskugga ásamt fleiri hlutum. Á ögurstundum í ameríkunni er gott að hafa stór blá augu og hreim.

My personal look from Lancome-Paris:


-Gerður

6 Athugasemdir:

Anonymous Nafnlaus sagði...

Vá, hvílík fegurð ;)

1:58 f.h.  
Blogger Helga sagði...

You are very very beautiful, both inside and outside ;)

5:15 f.h.  
Blogger Halli sagði...

úúú beibí!

8:22 f.h.  
Blogger Astridur sagði...

Iss, ég er löngu hætt að eyða pening í snyrtivörur. Mér hefur fundist að tússpennar gera alveg sama gagn og eru mun ódýrari.

10:56 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Er ekki enn komin á tússpenna skeiðið. En sé fram á stundir í lit og föndur næstu daga.
-Gerdi

9:11 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Fór í litir og föndur. Þeir átt ekki túss í mínum húðlit:-(
Hmmm...bara til neon gult og svo appelsínugult. Hvað gera bændur þá?

11:43 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Veffang