mánudagur, apríl 24, 2006

Ég er að verða neónappelsínuhærður!

Lá í sófanum með henni Gerði minni að hlusta á Love and Hate með Leonard Cohen þegar hún skyndilega hrópaði: "Ég fann neón-appelsínugult hár á höfðinu þínu!" Ef grá hár teljast ellimerki hvað er þá þetta?! Gerður kippti hárinu af höfði mínu og þegar ég bar það upp að ljósinu frá standlampanum fannst mér liturinn jafnvel jaðra við gull eða háglansandi brons.

-Hannes

4 Athugasemdir:

Blogger Halli sagði...

Flottur! Þú ert fyrsti náttúrulegi metrómaðurinn.

2:05 f.h.  
Blogger BJ sagði...

Neon maðurinn ógurlegi er að brjótast fram......

6:30 f.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Hæ krakkar mínir. Fylgist reglulega með ykkur. Hef stofnað blogg vegna Kenya-ferðarinnar sem framundan er hjá mér (og 2 öðrum) - endilega fylgist með:
blog.central.is/kenya2006
Förum út 1. maí

3:26 e.h.  
Anonymous Nafnlaus sagði...

Afsakið... þetta átti að vera 14. maí en ekki 1. maí

3:28 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Veffang